Hryðjuverkasprengingin á Nord Stream hefur eitrað Eystrarsalt

Gaslekinn í Eystrasalti sem flugvél sænsku strandgæslunnar myndaði 27. september. Lekinn var rúmlega 950 metrar í þvermál. Alls fundust fjórir mismunandi lekar. Mynd: Landhelgisgæslan.

Mikið magn eiturefna hefur dreifst í Eystrasalti eftir hryðjuverkaárásina sem eyðilagði Nord Stream 1 og 2 í september síðastliðnum, að því er sænska útvarpið Ekot greinir frá. Hryðjuverkaárásin á Nord Stream, sem að sögn hins goðsagnakennda blaðamanns Seymour Hersh var framkvæmd af Nató -ríkjunum Bandaríkjunum og Noregi, hefur ekki aðeins eyðilagt orkubirgðir Evrópu. Hið sögulega hryðjuverk hefur einnig valdið því að mikið magn eiturefna hefur borist í Eystrasalti. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu.

250 þúsund tonn af efstu lögum sjávarbotns losnuðu og dreifðu eitri í hafið

Árásin olli því að 250.000 tonn af efstu lögum sjávarbotns, sem verið hafa á hafsbotni í langan tíma, þyrlaðist upp og losaði um skaðleg eiturefni eins og blý og TBT. Vísindamenn hafa fundið stóraukið magn af eiturefnunum. Mengunin hélt áfram í mánuð eftir hryðjuverkaárásina. Öflugu gasbólurnar sem streymdu upp eftir að gasleiðslurnar voru sprengdar í sundur ollu „mikilli eiturmengun“ segir sænska ríkisútvarpið.

Hversu mikil langtímaáhrif eitrunarinnar verða á eftir að koma í ljós. Maria Reumert Gjerding, formaður dönsku náttúruverndarsamtakanna, óttast að Eystrasaltið verði bráðum dauður sjór. Hún segir í viðtali við Danmarks Radio:

„Það er mjög alvarleg skýrsla sem veldur okkur áhyggjum. Þetta þýðir að ástand á hafsvæðum í bráðri hættu hafa versnað enn frekar.“

Gríðarlegt gasmagn streymdi út í hafið

Nýlega uppljóstraði rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh, að Nató-ríkin Bandaríkin og Noregur gerðu loftárásir á orkubirgðir Evrópu með því að sprengja gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2. Fjarstýrðum sprengjum var komið fyrir á gasleiðslurnar á æfingu Nató í Eystrasalti sl. júní og sprengdar síðar. Almennir fjölmiðlar hafa að mestu þagað yfir þessari uppljóstrun. Eftir árásina á Nord Stream tók sænska strandgæslan myndbönd af þeim gaslekum sem komu í kjölfar hryðjuverksins sem voru á nokkrum stöðum. Einn lekinn var um 950 metrar í þvermál á yfirborði sjávar. Gríðarlegt magn af gasi fór í hafið og þaðan út í andrúmsloftið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila