Húsleitir framkvæmdar á átta stöðum vegna gruns um umfangsmikla brotastarfsemi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi átta húsleitir á höfuðborgarsvæðinu Í fyrrinótt og gærmorgun í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmikilli brotastarfsemi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsleit hafi verið gerð meðal annars á skemmtistað í miðborginni. Í húsleitunum lagði lögregla hald á gögn, búnað og fjármuni auk þess sem tíu einstaklingar voru handteknir í aðgerðunum en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá kemur fram að fjöldi lögreglumanna auk starfsmanna frá embætti skattrannsóknastjóra hafi tekið þátt í aðgerðunum en rannsókn lögreglu fer fram í samvinnu við embættið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila