„Hvað hefur þessi ráðuneytisstjóri að fela?“

hallurhallsfrettaHallur Hallsson sagnfræðingur og blaðamaður segir sérkennilegt að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu sé enn í starfi ráðuneytisstjóra eftir að Guðmundur hótaði Haraldi Benediktssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins æru og eignamissi í kjölfar skýrslumálsins. Hallur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar síðdegisútvarpinu í dag segir það einnig furðu sæta að Guðmundur fáist ekki til þess að leggja fram sín sjónarmið í málinu „ framganga hans er tryllt og algjörlega óásættanleg, að hann skuli vera að hafa í hótunum við þingmenn um að þeir missi æru og eignir, þetta á sér ekki fordæmi, af hverju fæst þessi maður ekki til að ræða hlutina? , af hverju fæst hann ekki til þess að leggja fram sín sjónarmið, af hverju hurfu þessar fundargerðir inni í ráðuneytinu hans? hvað hefur þessi maður að fela?, og við vitum náttúrulega að eftir því sem reiðari menn verða og viðbrögðin verða ofsafengnari að því meira hafa þeir að fela, og ég spyr bara hvað hefur þessi ráðuneytisstjóri að fela?

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila