Hvalveiðibann Svandísar stangast á við áherslur í loftslagsmálum

Hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra er vandræðalegt fyrir ráðherrann þar sem það beinlínis stangast á við þær áherslur sem ríkisstjórnin og flokkur Svandísar og Svandís sjálf hefur í loftlagsmálum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara, blaðamanns og bloggara í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Páll bendir á að fyrr í sumar hafi Svandís skrifað grein þar sem hún viðraði áhyggjur sínar af loftslagshlýnun.

„Henni varð það á að taka upp á sama tíma þessi tvö mál, það er að segja loftslagsmálin og hvalveiðar og greinina ritaði hún rétt eftir að hún bannaði hvalveiðarnar. Þá lá fyrir niðurstöður rannsókna um að hvalir blási út í andrúmsloftið koltvísýringi á við þrjá til fimm bíla, á ári,hver hvalur“

Páll segir að þetta setji Svandísi í afar sérkennilega stöðu.

„ef hún er að berjast fyrir framtíð jarðarinnar og vill þess vegna setja ýmsar reglur um losun koltvísýrings, hvernig kemur það þá heim og saman við að banna hvalveiðar?“ spyr Páll.

Hann telur að þegar komið að þeim degi að hvalveiðibannið eigi að falla úr gildi þá muni Svandís ekki framlengja bannið.

Hann telur að Katrín Jakobsdóttir muni ræða við Svandísi um að hún sýni vilja hennar til að banna veiðarnar stuðning en bendi henni þó á að það gangi ekki upp að bann verði látið gilda áfram.

„þetta verður því ekki stjórnarslitamál því þau vilja öll halda í stólana en stjórnarsamstarfið verður auðvitað stirt og erfitt“ segi Páll.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila