Að gefnu tilefni og í ljósi þess að þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram vantrauststillögu gagnvart Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra rifjum við upp hér frétt frá árinu 2023 frá þeim tíma þegar Svandís Svavarsdóttir þáverandi matvælaráðherra setti bann á hvalveiðar. og hvað Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins hafði þá um málið að segja.
Hvalveiðibannið sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um í dag öllum að óvörum er líkleg hefndarráðstöfun vegna ummæla Bjarna Benediktssonar um kostnað vegna hælisleitenda eftir ríkisráðsfund í gær. VG hefur afhjúpað þá stefnu sína að halda ótrauð áfram að hleypa innflytendum til landsins, þrátt fyrir mikinn kostnað skattgreiðenda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðna Ágústssonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Guðna í dag.
Guðni segir að hann hefði séð við ráðherraskiptin á Bessastöðum í gær, hafi hitnað í kolunum.
„Bjarni talaði um hin miklu útgjöld af hælisleitendum og flóttafólki og sagði málin komin í slæma stöðu og Jón Gunnarsson er á leið í eitthvað viðtal sem ég hef lesið ágrip úr. Þar lýsir Jón því að það sé erfitt að starfa með Vinstri grænum, þannig þette kemur mér allt mjög á óvart. Það er búið að reyna mikið á ríkisstjórnina og Bjarni var mjög hvass í gær en maður hefur nú beðið eftir hans viðbrögðum, því þetta er nú gert á hans ábyrgð þó þingið beri kannski þyngsta ábyrgð þá hefur Bjarni hvorki hreyft legg eða lið við þessi miklu úgöld“segir Guðni
Guðni segir að svo hafi virst eins og Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi verið eins og einyrki við að taka á málefnum hælisleitenda, með því að herða reglur og hægja á flæði hælisleitenda að einhverju leyti.
Aðspurður um hvað ráðherrar Framsóknar segi um ástandið segist Guðni ekkert hafa frétt en hann sé mjög hissa á mörgu hvað málið varðar.
„ég skil það ekki ef Sjálfstæðisflokkurinn ætli að demba sér núna í kosningar og taldi að mest um vert væri að klára kjörtímabilið. Nú segja sumir á götunni að Sjálfstæðisflokkurinn sé að búa sig undir kosningar og Vinstri grænir hafi brugðist strax við með hvalveiðibanni og fleiru á þeirra vegum sem þeir nota sem andsvar en ég hef hvorki heyrt né séð frá Framsóknarmönnum“
Aðspurður um hvernig hann lesið í atburði dagsins segir Guðni að um sé að ræða beinar afleiðingar af þeim ummælum sem Bjarni lét falla um kostnað vegna hælisleitendur í gær.
“Vinstri grænir eru ekki tilbúnir til þess að taka á flæði hælisleitenda hingað til lands. Margir segja að Ísland sé uppselt og að það fari gríðlegir fjármunir í þetta eða 20-30 milljarðar. Svo segja allir sem þekkja til í þeim sveitarfélögum þar sem fólkið dvelur að allir innviðir séu sprungnir, þannig það er bara heitt í kolunum“segir Guðni.