Óhætt má segja að stjórnmálahitamælirinn sé á leiðinni á suðupunkt á Íslandi, þegar löggjafinn þarf að leita álits „sérfróðra“ um hvernig eigi að túlka eigin lög eftir á. Bendir það til þess að ríkisstjórnin viti ekki hvað hún sé að samþykkja eða að glundroðinn sé orðinn svo ríkjandi.
Atburðir síðustu daga á Íslandi voru meginþema þáttarins Fréttir vikunnar, þar sem útvarpsstjóri Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ræddu stjórnmálin eða réttara sagt, skort á skynsemi og jarðtengingu í því öngþveiti sem ræður ríkjum meðal annars á hinu „háa“ Alþingi. Ríkisstjórnin bregst í hverju málinu á fætur öðru og virðist sem þingmenn vilji forðast umræðuna í stóru málunum. Þjóðin sér, heyrir og skilur hvert stefnir með þeim óheyrilega og hömlulausa innflutningi „ólöglegra hælisleitenda,“ þar sem fjöldi hælisleitenda koma til Íslands.
Þau Arnþrúður og Pétur voru harðorð í réttmætri gagnrýni á hroðvirkningslegum vinnubrögðum yfirvalda, sem núna eru farin að taka á leigu lúxushótel undir skilríkjalausa hælisleitendur í miðri ferðamannavertíð. Neistarnir flugu í snarpri orðræðu í vörn fyrir íslenska þjóð og þjóðarhagsmuni. Pétur spurði: „Hvar erum við stödd ef íslenskir stjórnmálamenn hunsa stjórnarskrána og vilja þjóðarinnar?“
Ef þú vilt nálgast hita stjórnmálanna og heyra snarpa greiningu á vanda samtíðarinnar, þá er hægt að hlusta á þáttinn hér að neðan og heyra þau Arnþrúði og Pétur fara á kostum: