Hverfin norðan megin í Grindavík hættulegustu sprungusvæðin

Hverfin sem liggja nyrst í Grindavík er mesta hættusvæðið þegar kemur að sprungum á svæðinu. Þetta segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hjálmar segir að um sé að ræða í raun gamlar sprungur sem opnuðust á ný við skjálftahrinuna sem varð í nóvember en þær hafi svo opnast meira í eldgosinu fyrr í þessum mánuði. Síðan séu önnur svæði sem séu minna sprungin og jafnvel ekkert sprungin svo hættan af sprungum eru ekki um alla Grindavík heldur afmörkuð svæði.

Grindvíkingar sjá hætturnar ðruvísi en ókunnugir

Hann segir að við húsið sem hann sjálfur býr sé þekkt gömul sprunga sem heitir Silfra sem hafi verið þar alla tíð og hún hafi ekkert haggast í þeim náttúruhamförum sem dunið hafa yfir Grindvíkinga síðustu mánuði. Það sé meira segja þannig að þrjú börn hans hafa leikið sér í þeirri sprungu og prílað þar í gegnum tíðina. Svona sé það í Grindavík fólk alist upp við þessar aðstæður og Grindvíkingar sjá þetta svolítið öðruvísi en fólk sem ekki eru heimamenn.

Aðspurður um hvort hann hafi skilaboð til þeirra Grindvíkinga og annara sem eru að fara um svæðið segir Hjálmar að hann geti sagt frá því að á fundi í gær hafi verið lögð hörð áhersla á að fólk geti farið og sótt eigur sínar. Það sé hægt með því að skipta svæðinu upp í öryggisstaðla og þannig hjálpa fólki að sækja húsbúnað, föt og fleira því fólki líði mjög illa og það hefur lengi verið í þeirri stöðu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila