Hvetja grunn og framhaldsskóla til þess að setja reglur um snjallsímanotkun

usingphoneMennta- og menningarmálaráðherra og umboðsmaður barna hafa sent erindi til grunn og framhaldsskóla landsins þar sem þeir eru hvattir til þess til að setja skýrar reglur um notkun snjalltækja í skólastarfi. Í tilkynningunni segir meðal annars „Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013 og markaði það mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna og tryggir hann öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd, umönnun og rétt til þátttöku. Samkvæmt lögum um grunn- og framhaldsskóla, reglugerðum við lögin og aðalnámskrá skal starfsfólk ávallt bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja þeim menntun, öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar og náð árangri í námi. Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni.  Hver grunn- og framhaldsskóli setur sér skólareglur með skýrum viðbrögðum við brotum á reglunum og úrræði og viðbrögð skóla eiga að vera í samræmi við réttinda nemenda og eiga að stuðla að jákvæðri hegðun og miða að því að rækta persónuþroska og hæfni nemenda.“
Þá segir í tilkynningunni að í gildandi reglugerðum um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunn- og framhaldsskólum sé m.a. kveðið á um að nemendum beri að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og samnemendur, beri ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni og samskiptum við samnemendur og starfsfólk skóla, þ.m.t. snjallsímum, rafrænum samskiptum og netnotkun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila