Ímynd vegur þyngra en málefni í kosningabaráttunni

Jens Guð bloggari.

Ímynd flokkanna og frambjóðenda þeirra vega mun þyngra en málefnin í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jens segir að minna beri á auglýsingum nú en oft áður í aðdraganda kosninganna en það megi líklega að einhverju leyti rekja til þess að fjárráð flokkanna séu af skornari skammti en áður. Þá fór Jens í léttri yfirferð yfir sögu kosninga á Íslandi í gegnum tíðina og hvernig best sé fyrir flokkanna að koma málefnum sínum á framfæri “ þegar framboðin eru svona mörg þá er best fyrir flokkanna að leggja áherslu á 2-3 málefni sem þeir leggi sérstaka áherslu á, það skilar sér best fyrir þá, þá geta góð slagorð gert mikið fyrir flokkanna„,segir Jens.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila