Inga Sæland gagnrýnir 100 milljón króna árshátíð Landsvirkjunar

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag gagnrýndi Inga Sæland formaður Flokks fólksins þann gríðarlega kostnað sem fór í árshátíð starfsmanna Landsvirkjunar um síðustu helgi. Hún beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Fram kom í umræðunum að kostnaðurinn nam um 100 milljónum króna fyrir tveggja daga veislu á Egilsstöðum, eða um hálfa milljón króna á hvern starfsmann.

Í svari sínu tók forsætisráðherra undir að um verulegan kostnað væri að ræða. Bjarni vísaði þó til góðrar afkomu Landsvirkjunar undanfarin ár og sagði eðlilegt að fyrirtækið gerði vel við starfsfólk sitt.

Bjarni sagði að að almennt gilti það um félög í eigu ríkisins að það væri vilji ríkisins að gengið væri þannig fram þegar kemur að slíkum málum að þau yrðu til eftirbreytni.

Benti Inga á að til þess að setja upphæðina í samhengi mætti vísa til þess að upphæðin sé sú sama og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar væri að reyna að bæta stöðu hvað meðferð fíkniefnaneytenda varðar en Sigmar hafi ekki erindi sem erfiði. Því sé það súrt að á sama tíma að horfa upp á ríkisfyrirtæki eyða sömu upphæð í eina árshátíð.

Hlusta má á umræðurnar um málið á Alþingi með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila