Inga Sæland hefur dregið vantrauststillöguna til baka

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur dregið vantrauststillögu sem hún lagði fram gagvart Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í morgun til baka.

Þetta gerir Inga í kjölfar fregna þess efnis að Svandís tilkynnti í dag að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti og væri því komin í veikindaleyfi.

Inga sagði í viðtali við fjölmiðla í dag að hún væri slegin yfir fréttunum og sendi Svandísi batakveðjur. Þá sagði Inga að líklegt að hún myndi draga vantrauststillöguna til baka sem hún hefur nú gert.

Smelltu hér til þess að skoða tillöguna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila