Inga Sæland: Stólaskiptin bara samkvæmisleikur ríkisstjórnarinnar

Þau stólaskipti sem fóru fram í dag við myndun ríkisstjórnarinnarinnar eru bara enn einn samkvæmisleikurinn á vegum ríkisstjórnarinnar og meðan flestir vonuðu að þau myndu hlusta á þjóð sína og boða til kosninga. Þetta segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Inga sem lagði fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur að nýju á Alþingi í gær segir að hún hefði svo sem búist við því að Svandís færi úr ráðuneytinu og því væri þetta orðin spurning um að breyta vantrauststillögunni og leggja fram vantraustsyfirlýsingu gagnvart ríkisstjórninni í heild. Aðspurð um hvað henni finnist um að þarna komi inn nýr ráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir inn í matvælaráðuneytið segir Inga að hún ætli að hafa fá orð um það en finnist það skrítið að gengið hafi verið framhjá Bjarna Jónssyni sem hefði þó menntun á sviði sjávarútvegsfræða. Bjarkey sé hins vegar gamalreynd í pólitíkinni og hafi verið trygg og trú í allmörg ár og rétt sé að horfa til þess.

Guðmundur félagsmálaráðherra gengur harkalega að fötluðu fólki

Það sem hins vegar hafi rekið Ingu í rogastans hafi verið yfirlýsing Guðmundar Inga Guðbrandssonar um að ætlunin sé keyra í gegn hans mál sem lúti að almannatryggingakerfinu og starfsgetumatinu. Þetta sé málaflokkur sem sé búinn að velkjast um í kerfinu í um 20 ár. Þarna sé verið að ganga harkalega að veiku fólki sem vinni á vernduðum vinnustöðum. Bendir Inga á að hún hafi í raun aldrei fengið eins margar beiðnir frá fólki sem vinni á Múlalundi þar sem það öskrar hreinlega á hjálp því það eigi að loka vinnustaðnum þeirra.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila