Innlendar fréttir vikunnar: Orkupakkinn, Mike Pence og vandræði Icelandair

Innlendar fréttir vikunnar eru á dagskrá á föstudögum

Afleiðingar þess að samþykkja orkupakkann munu leggjast þungt á þjóðin en ekki síður á þá stjórnmálaflokka sem hafa veitt málinu forgöngu og viljað halda almenningi utan við málið. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Innlendar fréttir vikunnar í dag en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Haukur Hauksson það helsta sem var í Innlendum fréttum þessarar viku.

Fram kom í þættinum að líklegt sé að flokkarnir sem að orkupakkanum stóðu bíði skipbrot í næstu kosningum, sem mögulega gætu verið á næsta leyti

við gætum jafnvel verið að sjá þessa stjórn springa, við gætum jafnvel séð nýja ríkisstjórn í nóvember„sagði Guðmundur Franklín.

Þá voru vandræði Icelandair til umfjöllunar en þau má fyrst og remst rekja til þess að Icelandair ákvað að skipta út flugflota sínum fyrir Max vélarnar sem hafa verið kyrrsettar eins og kunnugt er.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila