Íranir senda árásardróna á Ísrael – Íslendingar í Ísrael beðnir um að láta vita af sér

Staðfest hefur verið að tugir árásardróna eru nú leið frá Íran til Ísrael þar sem gert er ráð fyrir að þeir muni gera árás úr lofti á landið. Netanyahú forsætisráðherra Ísrael segir loftvarnakerfo sem og herinn í viðbragðsstöðu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.

Stjórnvöld í Íran hafa frá því í byrjun mánaðar hótað árásum á Ísrael eftir að Ísrael réðist að sendiráði Íran í Sýrlandi. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur sagt að hann muni standa við bakið á Ísrael geri Íran árás á landið og því má fastlega búast við að Bandríkin muni blandast í átökin innan tíðar. Gert er ráð fyrir að drónarnir verði komnir að lofthelgi Ísrael innan nokkurra klukkustunda. Þá herme fregnir að stýriflaugum hafi einnig verið skotið frá Íran að Ísrael.

Uppfært kl.23:50

Sprengingar og hvellir heyrast nú í borginni Jerúsalem. Talið er að hvellina megi rekja til stýriflauga sem hafa hitt skotmörk í borginni.

Hér að neðan má sjá beinar útsendingar úr vefmyndavélum bæði frá Ísrael og Íran og öðum stöðum í miðausturlöndum þar sem grannt er fylgst er með gangi mála.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila