Orkuverð á Íslandi mun hækka gríðarlega ef orkupakki þrjú yrði samþykktur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Jón bendir á að um leið og samþykki liggi fyrir vegna orkupakka þrjú hafi um leið verið samþykkt að ekki megi mismuna þeim ríkjum sem selji orkuna og þar af leiðandi myndi hátt orkuverð í Evrópu leiða til hærra orkuverðs hérlendis. Jón segir að Ísland eigi alls ekki að samþykkja aðild að sameiginlegri orkustefnu Evrópu “ Ísland á bara alls ekkert erindi þarna inn, orkupakkinn kemur okkur bara ekkert við og ég bara fullyrði það, lítið bara á landakortið, Ísland er enginn aðili að orkumarkaði Evrópu, bara alls enginn, við höfum engin tengsl við hann og höfum bara ekkert um hann að segja, svo einfalt er það„,segir Jón. Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan.