Ísland beinn þátttakandi í hernaðarátökum í boði Katrínar Jakobsdóttur

Sú orðræða forsetaframbjóðenda að ætla að leggja sitt lóð á vogarskálina í nafni friðar og sátta til þess að koma á friði í heiminum er í raun tímaskekkja því undir forustu Katrínar Jakobsdóttur fór Ísland úr því að vera herlaus þjóð yfir í að vera beinn þátttakandi í hernaði með vopnakaupum. Þetta segir Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Arnar Þór segir þá braut sem stjórnvöld hafi fetað með því að kaupa vopn og senda til Úkraínu vera háskalega. Hann hefði talið að það hefði verið ákveðin undirstaða utanríkisstefnu Íslands að landið ætlaði aldrei að fara gegn öðrum þjóðum með hervaldi. Frá þeirri undirstöðu hafi verið vikið og ekki liggi fyrir hvort málið hafi verið rætt á ríkisráðsfundi heldur hafi þessi ákvörðun verið tilkynnt öllum sem sé mjög alvarlegt auk þess að vera algert hneyskli og líklega eitthvað mikið meira en það.

Katrín getur ekki verið boðberi friðar

Arnar Þór spyr hvernig það megi vera í ljósi alls þessa að Katrín Jakobsdóttir, sem beri ábyrgð á þessu og nú orðin forsetaframbjóðandi, mæti núna stuttu síðar í viðtöl í fjölmiðlum og segist vera þar boðberi friðar. Arnar bendir á að með framgöngu stjórnvalda í málinu sé nú búið að grafa undan orðspori Íslands og tiltrú annara á Íslendingum sem friðflytjendum og að Ísland verði ekki tekið jafn alvarlega á alþjóðavettvangi og áður var.

Hann segir þessa stöðu fyrst og fremst vera sorglega því Ísland hefði getað látið frekar gott af sér leiða og verið í forustu eins og þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev funduðu í Höfða árið 1986.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila