Ísland er engin lausn á raforkumálum Evrópu

Tryggvi Felixson formaður Landverndar

Það er engin lausn í raforkumálum Evrópu að innlima Ísland í raforkukerfi ESB. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Tryggva Felixsonar formanns Stjórnar Landverndar í síðdegisutvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Hann segir Landvernd hafa tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu til orkupakkamálsins þar sem samtökin töldu ekki hægt að henda reiður á hvaða fullyrðingar væri réttar eða rangar hjá þeim sérfræðingum sem komu með sitt álit á málin

það var því ákveðið að Landvernd tæki ekki afstöðu í þessu máli„,segir Tryggvi. Þá segir Tryggvi að oftar en ekki sé farið af stað í að virkja án þess að horfa á heildarmyndina og til lengri framtíðar

það er til dæmis mikil orka sem fer þessi misserin í uppgröft á Bitoin en það er ljóst að það verður ekki til langrar framtíðar, og það er þetta sem er kannski stóra málið, að það er ekki horft á heildarmyndina í þessum málum„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila