Ísland Palestína heldur boðar til kertafleytingar á Reykjavíkurtjörn vegna stríðsins á Gaza

Félagið Ísland Palestína hefur boðað til kertafleytingar á Reykjavíkurtjörn í kvöld 7.apríl kl.21:00. Boðað er til kertafleytingarinnar í tilefni þess að 6 mánuðir eru liðnir frá því sá kafli sem nú stendur um stríðið á Gaza hófst.

Í tilkynningu frá samtökunum segir:

„Félagið Ísland-Palestína mun standa fyrir kertafleytingu til þess að minnast þeirra sem hafa verið drepnir í gegndarlausu stríði Ísraels gagnvart öllu lífi Í Palestínu. Þjóðarmorðið stendur ennþá yfir og duga hvorki bindandi ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, né Alþjóðadómstólnum til að stöðva drápsherferð Ísraela. Tæplega 42.000 manns hafa verið drepin í sprengjuárásum eða liggja undir rústum húsa. Engin neyðaraðstoð kemst til Gaza borgar og hafa öll stærstu mannúðarsamtök á svæðinu þurft að hætta starfsemi vegna kerfisbundis ofbeldis og morða Ísraels á starfsfólki þeirra. Gaza sveltur og er tortrýmt af sprengjum. Hræðilegt fjöldamorð átti sér stað á Al-Shifa spítalnum seinustu tvær vikur þar sem þúsundir höfðu leitað sér skjóls. Hundruðir líka hafa fundist útum allan spítalann, konur, börn og heilbrigðisstarfsfólk sem hafa verið pyntuð og tekin af lífi. Yfirvofandi er innrás Ísraels inn í Rafahborg þar sem 1.4 milljónir hafa flúið ofbeldið.“

Fram kemur í tilkynningunni að athöfnin byrji klukkan 21:00 við tjörnina, milli Tjarnargötu og Skothúsvegar. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila