Ísland sendir Heru út til þátttöku í Eurovision

Ríkisútvarpið hefur tekið ákvörðun um að Ísland muni taka þátt í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Svíþjóð í maí næstkomandi.

Nokkur vandræðagangur hefur verið innan Ríkisútvarpsins vegna málsins að undanförnu en í aðdraganda sönngvakeppninnar ákvað Ríkisútvarpið að slíta tengsl söngvakeppninnar við Eurovision og fela sigurvegaranum að taka ákvörðun um hvort sigurlagið tæki þátt í aðalkeppninni. Eftir að Hera fór með sigur af hólmi virðist sem Ríkisútvarpið hafi breytt þeirri ákvörðun að fela sigurvegaranum að ákveða að taka þátt og sagði að ákvörðun yrði tekin af RÚV. Það hefur RÚV nú gert og ljóst að Hera fer út með lagið Scared of heights .

Í tilkynningu frá RÚV segir að það hafi aldrei komið til greina að annað lag en sigurlagið yrði framlag Íslands í keppninni en meðal annars hafði verið skorað á RÚV að senda þann keppanda út sem varð í öðru sæti og þá hafði einnig verið skorað á RÚV að endurtaka símakosninguna vegna mistaka. Það hafi hins vegar ekki komið til álita þar sem það miklu munaði á atkvæðum lagana eftir einvígið. Það hafi verið mat sérfræðinga að mistök við símakosningu hafi ekki haft nein áhrif á úrslitin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila