Íslendingar sem búa erlendis settir í skimun við komu til landsins en samferðafólk frá sömu slóðum er frjálst ferða sinna

Margrét Grétarsdóttir býr í Svíþjóð og segir reynslusögu af því, þegar tvær dætur hennar ákváðu að heimsækja Ísland ásamt tveim sænskum vinkonum sínum. Upprunalega átti að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og ákváðu þær að halda ferðaáætlun, þótt hátíðin væri felld niður.

Margrét skrifar á facebbok: „Þær fljúga heim og þegar þær mæta í Leifsstöð fer fram sýnataka sem þær greiddu fyrir. Sænsku vinkonur þeirra greiddu líka fyrir sýnatöku sína…. svo var þeim hleypt inn í landið ….þeim var bent á að þær, dætur mínar væru í svo kallaðri HEIMASÓTTKVÍGÁT … þær, dætur mínar íslenskar….EN þetta átti EKKI við þær sænsku, þær voru lausar og free to go ever they want to….mínar áttu að mæta aftur eftir fjóra-fimm daga í svo kallaða seinni sýnatöku….. svo var þeim ráðlagt að skrifa bara tjaldstæðið Laugardal sem heimilisfang….. af stað var haldið og þær ferðuðust um og skoðuðu margt og allt gekk vel og allar ánægðar ….. síðan urðu þær að drífa sig í bæinn aftur, því að því var komið að taka sýnatöku no.2 hjá íslensku stelpunum EN EKKI ÞEIM SÆNSKU.

Þær fengu svo neikvætt svar svona um það bil sem þær voru á leið út á flugvöll til heimferðar.

Það sem ég er ekki að skilja….

Afhverju eru það bara íslendingar sem eru teknir í tvöfalt tjekk… ég meina þar sem ég veit að seinni takan var ákvörðuð útfrá manneskju sem kom út neikvæð í fyrstu töku og var svo farin nokkrum dögum seinna að smita ! Að það sé til í dæminu að NÝ sýkt manneskja sýni neikvætt í fyrst og greinist svo….þá hlýtur það að eiga við okkur öll… ekki bara þá sem tilheyra Íslandi.”

Þessi lýsing sýnir að eitthvað virðast yfirvöld hafa misskilið að allir Íslendingar eru ekki búsettir á Íslandi fyrst farið er eftir þjóðerni hvernig fólk sem býr erlendis er meðhöndlað við komuna til landsins. Vonandi breytist þetta og sömu reglur látnar gilda fyrir fólk miðað við búsetu óháð þjóðerni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila