Íslenskan er menningarverðmæti í útrýmingarhættu

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Íslenskan er menningarverðmæti sem er í útrýmingarhættu og okkur hættir til að sýna tungumálinu ákveðið andvaraleysi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Ólína segir Íslendinga þurfa að gæta betur að íslenskunni, til dæmis gætu fyrirtæki, fjölmiðlar og áhrifafólk haft áhrif á framtíð íslenskunnar

hér má sjá hvert fyrirtækið á fætur öðru heita nafni á ensku og í fjölmiðlum eru enskuslettur afar áberandi, og stundum í samtölum fólks er notuð svo mikil enska núorðið að oft er erfitt að greina hvort tungumálanna er notuð meira í samtalinu, við verðum að gæta að tungumálinu því íslenskan er menningarverðmæti og það eru engar öfgar þegar maður segir að tungumálið sé í útrýmingarhættu, það er bara staðreynd„,segir Ólína.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila