Jóla og aðventuþátturinn – Allt sem þú þarft að vita fyrir jólin

Efri mynd: Sigurjón Steingrímsson eigandi Garðaþjónustu Sigurjóns Neðri mynd: Sigþór Andri Sigþórsson og Sif Sigþórsdóttir frá Bakarameistaranum.

Fyrir jólin er gott að vita hvar er best að fá jólafötin, fara á jólahlaðborð, hverjir geti sett upp jólaljósin í garðinum þegar þú hefur ekki tíma og jafnvel þvo gluggana í leiðinni og síðast en ekki síst hvar hægt sé að fá góða enska jólaköku og stollenbrauðið ómissandi. Í jóla og aðventuþættinum ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Heiða Þórðardóttir við eigenda nokkurra fyrirtækja sem sjá til þess að jólin verði ógleymanleg auk þess sem þær Arnþrúður og Heiða í samvinnu við fyrirtækin gáfu ljónheppnum hlustendum góðar gjafir.

Fyrst ræddu þær við Björn Inga Stefánsson eiganda Hótel Kríuness sem býður upp á glæslegt jólahlaðborð fyrir jólin sem hann segir að séu vel sótt. Auk þess býður hótelið upp á gistingu og fundarsali allt árið um kring. Björn segir að þegar hann byrjaði hótelrekstur sinn í Kríunesi hafi hann fyrst fest kaup í litlu húsi og fljótlega hafi hann byggt við það og í dag sé um stærðar hótel að ræða þar sem sveitarómantíkin svífur yfir vötnum en hótelið er staðsett á bakka Elliðavatns steinsnar frá erli borgarinnar.

Það er því mikil hvíld sem felst í því að heimsækja Hótel Kríunes hvort sem menn ætli að gera sér dagamun og gista þar eða bragða á dýrindisréttum sem boðið sé upp á svo ekki sé minnst á hið glæsilega jólahlaðborð. Fyrir áhugasama er rétt að benda á að þeir geta smellt hér til þess að kynna sér nánar það sem er á boðstólnum á Hótel Kríunesi.

Þá ræddu þær við Sigurjón sem er eigandi Garðaþjónustu Sigurjóns en þeir bjóða upp á garðaþjónustu sem og uppsetningu á jólaseríum auk þess sem þeir bjóða upp á gluggaþvott sem margir nýta sér fyrir jólin. Ekkert verkefni er of smátt eða of stórt fyrir þá félaga hjá Garðaþjónustu Sigurjóns. hann segir marga setja jólaljósin upp snemma því fólk vilji fá þá fallegu birtu sem kemur af þeim og oftar en ekki eru margir sem horfa á garð nágrannans sem er búinn að skreyta og þá drífa menn í því að koma upp ljósum hjá sér.

Sem fyrr segir getur Garðaþjónusta Sigurjóns séð um það fyrir þá sem vilja og þá getur fólk nýtt tímann í eitthvað annað skemmtilegt eins og að baka fyrir jólin, skera út laufabrauðið eða byrjað að skreyta innan dyra. Aðspurður um hvað sé vinsælast þá segir hann að hlý hvít birta sé mjög vinsæl og það sé aldrei of mikið af henni. Þá er alltaf að aukast að fólk setji á þakkanta og runna í görðum sínum. Hann segir endingartíma á seríum vera mismunandi eftir gæðum en þær seríur sem Sigrjón býður upp á eru gæðavara og duga í um 3-4 ár. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar smellið hér.

Bakarameistarinn lét sitt ekki eftir liggja í þættinum og komu þau Sigþór Andri Sigþórsson og Sif Sigþórsdóttir frá Bakarameistaranum og sögðu frá því glæsilega úrvali sem þau bjóða uppá fyrir Jólin. Stollen brauðið og enska jólakakan eru á sínum stað þetta árið eins og öll hin að ógleymdum smákökunum sem eru sívinsælar. Þau segja jólastemninguna vera sannarlega komna og fólk sé byrjað að streyma inn og kaupa inn kökur og sætabrauð fyrir jólin.

Þau segja að fyrir þá sem vilja tryggja sér ensku jólakökuna og stollenbrauðið sé gott að kaupa það sem fyrst því um árstíðabundna vöru sé að ræða og því aðeins framleidda í takmörkuðu magni. Þá séu lagkökurnar mjög vinsælar en þær fást bæði með kremi og sultu á milli allt eftir því sem fólk kýs. Ekki má heldur gleyma hinum rómuðu Bessastaðakökum, vanilluhringjum, sörum, súkkulaðibitakökum og marengstoppunum sem bráðna í munni. Þau segja úrvalið sé gríðarmikið og því ekki úr vegi að skella sér í Bakarameistarann og skoða úrvalið eða smella hér og renna yfir úrvalið.

Í þættinum var einnig rætt við Sigríði Gunnarsdóttur eiganda undirfataverslunarinnar Ynju í Glæsibæ sem selur falleg undirföt sem eru tilvalin í jólapakkann fyrir eiginkonuna eða kærustuna. Sigríður segir að undirfötin komi meðal annars frá framleiðendunum Huber og Trofé sem framleiði aðeins gæðavörur og því sé hægt að treysta því að manni líði vel í fötunum sem maður klæðist frá þeim og falla þau vel að líkamanum. En Ynja selur ekki aðeins undirföt því þar má einnig finna náttföt, náttsloppa, sundfatnað og undirkjóla frá þessum sömu framleiðendum og einmitt þessa dagana er verið að taka upp nýja sendingu af náttklæðnaði. Þá segir Sigríður að nærfötin frá framleiðendunum Vanity Fair einnig njóta mikilla vinsælda og óhætt að segja að Ynja kappkosti að eiga eitthvað við hæfi allra því hún lumar einnig á fatnaði fyrir karla, eins og náttsloppa og buxur svo eitthvað sé nefnt. Skoða má úrvalið með því að smella hér og þá er rétt að geta þess að einnig er hægt að panta vörur á vefnum hjá Ynju.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila