Jón Baldvin heldur opnunarerindi í Litháen í tilefni 90 ára afmælis Landsbergis

Í tilefni af 90 ára afmæli Vytautas Landsbergis, leiðtoga sjálfstæðishreyfingar Litháa (SAJUDIS)  á árunum 1988-92, verður efnt til fjölþjóðlegrar ráðstefnu í Vilníus þann 25. október n.k..Viðfangsefni málþingsins eru: Saga sjálfstæðisbaráttunnar, sovéska arfleifðin, umskiptin í átt til lýðræðis og réttarríkis og framtíðarhorfur.

Jón Baldvin Hannibalsson, f.v. utanríkisráðherra Íslands, er heiðursgestur ráðstefnunnar og flytur opnunarerindið: „Landsbergis at 90: Reflections on Times Past“.

Fyrir utan fræðimenn úr röðum heimamanna, taka þátt fyrirlesarar frá öðrum Eystrasaltsríkjum, Póllandi og Tékklandi.

Í ljósi gereyðingarstríðs Rússa gegn grannríkinu, Úkraínu, vekur sérstaka athygli, að einn  kafli ráðstefnunnar fjallar um sögufalsanir Rússa og áróðursstríð þeirra gegn grannríkjum sínum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila