Jón Gnarr býður sig fram til embættis forseta Íslands

Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Þetta tilkynnti Jón með myndbandi á Facebook síðu sinni rétt í þessu.

Jón segir í myndbandinu að á árinu 2016 hafi komið upp sú staða að skorað hafi verið á hann að gefa kost á sér í embættið og hafi hann þá velt því mjög vandlega fyrir sér en hafi komist að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið rétti tíminn.

Nú hafi sú staða komið upp á ný og nú ætli hann að láta slag standa og gefa kost á sér. Hann segir starf forseta Íslands ekki vera neitt venjulegt starf og sá sem takið það starf að sér þurfi að vera tilbúinn til þess að takast á við þá miklu ábyrgð og tileinka sér nýja lífshætti sem séu gjörólíkir hefðbundnu lífi. Um sé að ræða frekar lífstíl sem yfirtaki hverja stund allan ársins hring. Hann segist þekkja það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri á erfiðum tímum. Það sé bæði heiður og upphefð en um leið fórn sem krefst ástríðu og eldmóðs sem aldrei geti verið knúinn áfram af öðru en kærleika fyrir landi og þjóð.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Fréttin er í vinnslu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila