Jón Hjaltason vill að stjórn Flokks fólksins dragi ákvörðun sína til baka og biðjist afsökunar

Jón Hjaltason MYND/HÉRAÐSSKJALASAFN AKUREYRAR

Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti lista Flokks fólksins vill að stjórn Flokks fólksins um að reka Hjörleif Hallgríms úr flokknum og að Jóni sem hefur staðfest að hann sé hættur í flokknum verði skipt út úr nefndum verði dregin til baka og að þeir félagar verði beðnir afsökunar. Þetta sagði Jón í samtali við Útvarp Sögu í morgun þegar leitað var viðbragða hans við fréttum morgunsins um ákvörðun stjórnar flokksins.

Eins og fram kom í frétt Útvarps Sögu í morgun rak stjórn Flokks fólksins Hjörleif Hallgrímsson sem skipaði heiðurssæti á lista flokksins á Akureyri í síðustu bæjarstjórnarkosningum og beindi því jafnframt til Brynjólfs Ingvarssonar oddvita flokksins að setja annan fulltrúa Flokksins í nefndir og ráð á vegum bæjarins í stað Jóns.

Jón segist aðspurður ekki hafa heyrt af því að það eigi að skipta honum út fyrir annan fulltrúa í nefndum á vegum bæjarins og segist ekki líta á ákvörðun stjórnarinnar sem endanlega ákvörðun í málinu.

„Brynjólfur hefur ekkert minnst á það við mig, ekki einu orði, en við ætlum ekki að rugga neinum bátum og við vonum að frekari ákvarðanir verði teknar á skynsamari nótum og bíðum eftir að þetta verði dregið til baka og við verðum beðnir afsökunar“segir Jón Hjaltason.

Sjá fyrri frétt Útvarps Sögu um málið: Hjörleifur Hallgríms rekinn úr Flokki fólksins

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila