Jón Snædal læknir: Ekki rétt að veita dánaraðstoð hér á landi

Það ætti alls ekki að samþykkja frumvarp um dánaraðstoð hér á landi. Það er ekki hægt að bera Ísland við önnur lönd sem leyfa slíkt því löndin eru svo ólík auk þess sem mörg atriði i frumvarpinu eru ójlós. Fólk með veika sjálfsmynd lætur frekar undan þrýstingi og samþykkir dánaraðstoð. Flestir læknar eru alfarið á móti líknardrápi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Snædal öldrunarlæknis í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Jón bendir á að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir því að fólk geti fengið dánaraðstoð sé það með ólæknandi sjúkdóm og að það atriði sé mjög matskennt. Það séu til mikill fjöldi ólæknandi sjúkdóma sem eru ekki hættlegir lífi viðkomandi sjúklings. Þá sé einnig álitamál þegar rætt sé um ólæknandi sjúkdóma sem geti leitt til dauða því læknavísindunum fer fram eins og flestum er kunnugt og sjúkdómur sem telst lífsógnandi í dag gæti orðið læknanlegur í framtíðinni og þess vegna næsta dag ef því er að skipta.

Fólk með veika sjálfsmynd lætur frekar undan þrýstingi og samþykkir dánaraðstoð

Þá þurfi að hafa í huga að þar sem dánaraðstoð (líknardráp) er leyfð þá sé það lykilatriði að viðkomandi sé sé fær um að taka þá ákvörðun sjálfur. Það sé þó ákveðinn hængur á því þar sem einstaklingar eru mjög mismunandi og með mis sterka sjálfsmynd. Þeir sem eru með veikari sjálfsmynd eigi til dæmis erfiðara með að skipta um skoðun en þeir sem séu með sterka sjálfsmynd. Þetta veldur þeim vanda. Þeir sem hafi veikari sjálfsmynd og vilja skipta um skoðun geti það ekki og klára ferlið án þess að hafa komið sinni raunverulegu skoðun á framfæri.

Dæmi um fólk með geðsjúkdóma fái dánaraðstoð

Þá bendir Jón á að þar sem dánaraðstoð (líknardráp) hafi verið leyfð hafi regluverkið tilhneigingu til þess að útvíkka þann hóp sem geti fengið dánaraðstoð. Þar geti menn verið að tala um að fólk með alvarlega geðsjúkdóma geti fengið dánaraðstoð. Það sé langt út fyrir þau mörk að halda geðsjúkdómum í skefjum og veita meðferð.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila