Karlmaður handtekinn grunaður um hnífaárás

hverfisgataKarlmaður á fertugsaldi hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðist að starfsmanni Greiningar og ráðgjafastöðvar ríkisins í morgun. Maðurinn mun hafa komið inn í húsnæðið og veist að starfsmanninum og stungið hann í handlegg. Starfsmaðurinn var fluttur á bráðamóttöku þar sem hann fékk aðhlynningu og hóf lögreglan þegar leit að árásarmanninum og var hann handtekinn í Hafnarfirði skömmu síðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila