Katrín eyðilagði samningsstöðu Íslands með yfirlýsingum um undanþágur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eyðilagði samningsstöðu Íslands með því að hafa lýst því yfir í gær að Ísland hefði fengið undanþágur vegna losunarheimilda í flugi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigmundur segir að um sé að ræða ákveðna sjónhverfingu því staðreyndin sé um að þetta er frestun á greiðslu, að hluta í tvö ár, sem sé útfærður þannig að losunarheimildirnar séu ekki teknar eins hratt af flugfélögunum eins og venja er. Það sé hins vegar gert á aðlögunartíma og felur í sér fulla greiðsluskyldu á losunarheimildunum og eftir tvö ár taki svo kerfið við og þá séu engar undanþágur eða tilfærslur, lengur til staðar. Það sem verra er, að með yfirlýsingum sínum um að um samkomulag um undanþágur hafi verið að ræða hafi forsætisráðherra eyðilagt samningsstöðu Íslands í málinu því það eigi eftir að koma fyrir sameiginlegu nefndina hjá EFTA og ESB.

Þessi yfirlýsing mun stórskaða íslenska hagsmuni

Sigmundur bendir á að eftir tvö ár þegar kerfið taki við sé það nákvæmlega það kerfi og fyrirkomulag sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi áður sagt að væri óásættanlegt og hafa lýst því, hvernig það muni fara með Ísland, meðal annars í bréfum og á fundum með fulltrúum Evrópusambandsins. Ríkisstjórnin hefur meðal annars sagt að fyrirkomulagið muni rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafi því það verði hlutfallslega meiri kostnaður fyrir þau flugfélög sem fljúgi hingað heldur en önnur.

Það þýði að það verði miklu hagkvæmara fyrir ferðamenn að kaupa flug annars staðar, t,d Bretland eða önnur lönd. Sú staða sem Ísland hefur haft sem tengimiðstöð í Atlantshafi hefur hingað til haft mjög góð áhrif fyrir landið því Ísland hefur val um miklu fleiri ferðir en ella og fleiri áfangastaði og á betra verði.


„þannig þegar þetta er komið í gegn þá fækkar áfangastöðum héðan til mikilla muna, flugferðum fækkar og þær verða miklu dýrari, enda er markmiðið með þessu að fólk sé ekki að fljúga svona mikið“segir Sigmundur.

Þetta er sjónhverfing hjá forsætisráðherra.

Aðspurður um hvernig eigi þá að skilja yfirlýsingu forsætisráðherra segir Sigmundur að sjónhverfing vera rétta orðið yfir hana því þeir sem hafi sett sig inn í og fylgst með málinu hafi séð að það væri í raun ekkert að frétta og ekkert nýtt miðað við það sem fulltrúar Evrópusambandins höfðu nefnt áður. Engu að síður hafi verið notuð orð eins og samkomulag og undanþága, en þetta sé einfaldlega ekki undanþága fyrir Ísland, heldur frestun.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í þættinum hér að neðan

Deila