Katrín fundar með forseta kl.14:00 á Bessastöðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kl.14:00 í dag funda með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og biðjast formlega lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Þegar Katrín hefur komið ósk sinni á framfæri við forseta mun framhald málsins velta á því hvort forustumenn stjórnarflokkana hafi komið sér saman um áframhaldandi samstarf eða ekki. Sé ekki komin niðurstaða í það eru flestar líkur á því að Guðni muni óska eftir að ríkisstjórnin sitji áfram sem starfstjórn þar til niðurstaða hefur fengist eða farið verði í kosningar.

Allt er þó óljóst enn sem komið er en formenn stjórnarflokkanna hafa fundað stíft um helgina um mögulegt framhald samstarfs stjórnarflokkanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila