Katrín gefur kost á sér í embætti forseta Íslands

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en Katrín birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem þetta kemur fram.

Í myndbandinu segir Katrín forsetaembættið gríðarlega mikilvægt embætti og mikilvægt sé að forseta skilji gangverk stjórnsýslu og stjórnmála. Hann þurfi líka að geta tekið ákvarðanir sem séu óháðar stundarvinsældum en á sama tíma að geta sýnt forsutu og auðmýkt.

Hún segir að hún telji að reynsla hennar úr heimi stjórnmálanna muni geta nýst henni í embætti forseta Íslands. Því hafi hún ákveðið að biðjast lausnar sem forsætisráðherra og gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Jafnhliða því lætur Katrín af þingmennsku og hættir sem formaður Vinstri grænna. Samkvæmt upplýsingum ætlar Katrín til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands næstkomandi sunnudag og biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt.

Sjá má myndbandið hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila