Kerfisframbjóðendunum haldið á lofti – þeir eiga að breyta samfélaginu

Þeim frambjóðendum sem mest hefur verið haldið á lofti með fyrirfram tilbúnum niðurstöðum í skoðanakönnunum eru kerfisframbjóðendur og eru hluti af þeirri áætlun að breyta samfélaginu í þá átt sem hentar kerfinu og alþjóðaöflunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum í gær en þar var Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir gestur Hauks Haukssonar í Moskvu.

Bjarni segir þessa kerfisframbjóðendur í raun og veru hlægilega en segist skilja fólk sem í blindni vilji trúa því að frambjóðandi eins og Katrín Jakobsdóttir sé afskaplega góð, fær og fín en það sé hún bara því miður ekki og að mati Bjarna eigi það því miður um við nokkra af því fólki sem sé í framboði til forseta.

Arnar Þór og Ástþór bestir í embættið

Hann segir þó tvo frambjóðendur standa upp úr hvað það varðar að vilja vinna að heilindum og það séu þeir Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson. Bjarni segir að hann dáist fyrst og fremst að mórölskum stöndugleika Ástþórs og hvað Arnar Þór Jónsson varðar telur Bjarni að Arnar gæti áorkað einhverju góðu og varið þjóðina ef á reynir, verði hann kjörinn forseti.

Ekki talað mikið um frið

Það sé einmitt vegna þessara kosta Ástþórs og Arnars Þórs að verið sé að vinna ljóst og leynt að því að koma í veg fyrir að þeir nái kjöri. Hann segir að ef Ástþór næði kjöri væri það mjög sterk yfirlýsing inn í þær aðstæður þar sem ekki virðist vera hægt að tala mikið um frið, haldist friðarástand á jörðinni sé það auvitað mjög gott en eins og staðan sé nú því miður afar ólíklegt.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila