Kirkjan býr sig undir fjöldadauða Svía í stríði

Ef umboðsstríðið í Úkraínu – sem samkvæmt Nató hófst árið 2014 en ekki 2022, – breiðist út, þá ætlar sænska kirkjan að að vera undirbúin að geta jarðað fjöldann allan af látnum Svíum á skömmum tíma. Það verkefni hefur kirkjan fengið núna. Kirkjan „eykur viðbúnaðinn“ og tekur frá reiti fyrir margar nýjar grafir, segir í frétt P4 Kalmar.

Sérhver söfnuður á að taka frá reiti fyrir a.m.k. 5% af stærð safnaðarins til að grafa Svía sem deyja í stríðinu gegn Rússlandi

Eftir að lögreglan hóf að stöðva Kóranabrennur í Svíþjóð –í bága við sænsk lög, þá munu Nató-viðræður milli Svíþjóðar og Tyrklands hefjast að nýju í mars. Jafnframt eykur sænska kirkjan viðbúnað sinn til að mæta nýjum tíma hugsanlegs stríðs með beinni þátttöku Svía. Á Norður-Eylandi var starfsfólk kirkjunnar nýlega kallað á fund biskups, þar sem boðskapurinn var að núna ætti að búa sig undir stríð. Sérhver sókn á að tryggja að hægt sé að taka á móti og jarða 5% sóknarmeðlima á skömmum tíma og nýja reglan gildir alls staðar um alla Svíþjóð. Anna Lundin Leander, prestur á Norður-Eylandi, segir við P4 Kalmar.

„Við verðum að vita hvar hægt er að grafa, hvar jörðin er nógu mjúk svo hægt sé að taka grafir með höndunum.“

Sænsk lög leggja skyldur á herðar kirkjusafnaða að undirbúa sig ef stríð verður

Og það þarf að vera hægt án rafmagns eða dísilolíu og þess vegna verður að undirbúa og hugsa málið vel fyrirfram. Það er til nægt pláss til að jarða fjölda Svía, sem munu deyja í „alheimsstríðinu“ gegn Rússum, en það þarf að athuga fyrst hvar réttu staðirnir eru fyrir allar grafirnar. Anna Lundin Leander prestur segir við sænska ríkisútvarpið:

„Ég sá nú ekki fyrir mér starfið á þennan hátt, þegar ég var vígð sem prestur.“

Í sænskum lögum segir, að kirkjan þurfi að geta jarðað marga í stríði. Í 8. kafla 3. gr. sænsku útfararlaganna segir:

„Söfnuðurinn sem ber ábyrgð á útfararstarsemi verður að taka að sér þann neyðarundirbúning sem er nauðsynlegur í viðbragðsstöðu vegna þessarar starfsemi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila