
Kjarasamningur Samband íslenskra sveitarfélaga við Eflingu hefur verið undirritaður. Í tilkynningu frá SÍS var samningurinn undirritaður síðastliðinn miðvikudag.
Í tilkynningunni segir að verði kjarasamningurinn samþykktur muni hann gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Þá segir í tilkynningunni að nú fari fram kynning á samningnum og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 9. júní 2023.