Klárt stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins

Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar.

Það er klárt  stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.  Haraldur segir þær hugmyndir um valdaframsal í þessum efnum fráleitar, enda sé nánast öll þjóðin á móti valdaframsali „ það er alveg ótrúlegt að nokkrum skuli detta í hug að leggja slíkt til við sjálft Alþingi, þetta er alveg ótrúlegt og alveg út í höll„,segir Haraldur. Haraldur segir að það að framselja vald til Evrópusambandsins megi líkja við það sem hann kallar pylsukenninguna “ ef þú tekur sneið af spægipylsu þá er alveg sama hversu þunna sneið þú skerð þá verður pylsan á endanum búin, og þannig allt vald komið yfir til Evrópusambandsins„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila