Könnun: Afar skiptar skoðanir um frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði

Það eru afar skiptar skoðanir á því hvort fólk styðji frumvarp Óla Björns Kárasonar um félagafrelsi á vinnumarkaði og var munurinn á milli fylkinga mjög lítill en aðeins nokkur prósent fleiri styðja frumvarpið heldur en ekki. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Styður þú frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já 46,6%

Nei 46 %

Hlutlaus 7,3%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila