Könnun: Flestir myndu vilja að embætti borgarstjóra yrði auglýst laust til umsóknar

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu myndu vilja auglýsa embætti borgarstjóra laust til umsóknar og fá faglega ráðinn borgarstjóra. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hvern vilt þú fá sem næsta borgarstjóra. Niðurstaðan var eftirfarandi:

Ég vil að borgarstjórastaðan verði auglýst laus til umsóknar 35,4%

Einar Þorsteinsson 22,4$

Hildi Björnsdóttur 18,5%

Sönnu Magdalenu Mörtudóttur 9,8%

Kolbrúnu Baldursdóttur 7,8%

Dag B. Eggertsson 4,9%

Líf Magneudóttur 0,5%

Dóru Björt Guðmundsdóttur 0,5%

Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur 0,2%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila