Könnun: Flestir vilja Dag Sigurðsson sem næsta landsliðsþjálfara

Flestir þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að Dagur Sigurðsson verði næsti þjálfari landsliðs karla í handknattleik. Þetta kom í ljós í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Dagur Sigurðsson handknattleiksþjálfari

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt:

Hvern vilt þú fá sem næsta þjálfara karlalandsliðs Íslands í handbolta?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Dag Sigurðsson 29,1%

Alfreð Gíslason 21,4%

Þóri Hergeirsson 14,5%

Einhvern annan 12,1%

Snorra Stein Guðjónsson 10,2%

Ólaf Stefánsson 8,7%

Ágúst Jóhannesson 1,9%

Aron Kristjánsson 1,5%

Gunnar Magnússon 0,5%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila