Könnun: Ísland með 46 fulltrúa á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

Flestir þeir sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu töldu að Ísland væri með 52 fulltrúa á jafnréttisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í New York en í reynd eru þeir 46. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvað eru margir fulltrúar frá Íslandi á jafnréttisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

52 fulltrúar 30,5%

3 fulltrúar 20,6%

11 fulltrúar 13,5%

25 fulltrúar 10,6%

46 fulltrúar 10,3%

39 fulltrúar 7,4%

34 fulltrúar 7,4%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila