Könnun: Meirihluti fólks hefur fundið fyrir jarðskjálftunum á Reykjanesi

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu hafa fundið fyrir þeim jarðskjálftum sem orðið hafa á Reykjanesi að undanförnu. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan varð ljós rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hefur þú fundið fyrir jarðskjálftunum á Reykjanesi?

Niðurstaðan var efirfarandi:

Já 80%

Nei 20%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila