Könnun: Telja að Bjarni Benediktsson taki við af Katrínu

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja að Bjarni Benediktsson taki við sem forsætisráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvor teljið þið að taki við sem forsætisráðherra eftir brotthvarf Katrínar?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Bjarni Benediktsson: 61,9%

Sigurður Ingi Jóhannsson: 38,7%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila