Könnun: Telja engan af núverandi ráðherrum taka við af Katrínu þegar hún býður sig fram til forseta

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja engan af núverandi ráðherrum taka við af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hún fer í framboð til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hver verður forsætisráðherra þegar Katrín fer í forsetaframboð?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Ekkert þeirra: 47,6%

Bjarni Benediktsson: 19,4%

Sigurður Ingi Jóhannsson: 15,6%

Lilja Alfreðsdóttir: 5,6%

Svandís Svavarsdóttir: 5,2%

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir: 3,5%

Guðmundur Ingi Guðbrandsson: 3,1%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila