Könnun: Vilja að skýrsla í Lindarhvolsmáli verði afhent tafarlaust

Meirihluti þeirra sem þátt tók í skoðanakönnun Útvarps Sögu vill að þingmönnum verið afhent skýrslan um Lindarhvolsmálið tafarlaust (47,2%). Þá eru mjög margir á þeirri skoðun að senda eigi málið til lögreglu (38,1%). Þetta kemur fram í niðurstöðu stórrar könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt:

Hvernig telur þú að eigi að afgreiða Lindarhvolsmálið?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Afhenda þingmönnum skýrsluna tafarlaust 47,2%

Senda málið til lögreglu til rannsóknar 38,1%

Skipa sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis 8%

Gera engar athugasemdir við málið 3,4%

Mótmæla á Austurvelli 3,3%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila