Kosningaloforðin þegar farin að flæða þrátt fyrir hallarekstur

Það er vaxandi spenna við ríkisstjórnarborðið og ljóst að það styttist í kosningar enda kosningaloforðin farin að flæða yfir almenning þrátt fyrir hallarekstur ríkisins. Þetta segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segist efast um að ríkisstjórnin lifi út kjörtímabilið og í takti við það sé hægt að sjá mjög hratt vaxandi kosningaloforðaflaum á meðan halli sé á ríkisrekstrinum og mörg stór fjárfrek verkefni bíði þess að verða framkvæmd. Inga segir breytingu á lögum um listamannalaun vera dæmi um mál þar sem verið sé að setja í fé til þess að ná hylli ákveðins hóp kjósenda en samkvæmt breytingunni á að hækka listamannalaun verulega.

Ríkisstjórnin eyðir fjármunum í gæluverkefni

Á meðan þetta eigi sér stað séu öryrkjar sem sitji heima og lepji dauðann úr skel og ná ekki endum saman. Lítið sé hugsað til þeirra og það sé í raun sorglegt að horfa á ríkisstjórnarflokkana ausa fé hægri vinstri í alls kyns gæluverkefni á meðan hópar jaðarsettra eins og öryrkja eru látnir sitja hjá. Ekki vanti stýrihópanna og alls kyns hópa sem eigi að tryggja lögfestingu á réttindasáttmála fatlaðs fólks en þeir hópar virðist engu skila.

Hún segir að þessi framkoma við öryrkja hafi í fyrstu komið henni á óvart en núna sé þessi framkoma fyrir margt löngu hætt að koma Ingu á óvart. Hún sitji nefnilega á þingi og sé umvafinn þessu andrúmslofti og finnist sér vera umvafin hræsnurum.

Hlusta má á ítarlegri umræður um stöðuna í stjórnmálunum og stóru málunum í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila