Uppspretta valdsins er hjá þjóðinni og það verður forseti að virða

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og forsetaefni

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og forsetaefni segir að uppspretta valdsins sé frá þjóðinni, það verði sá sem situr í embætti forseta hverju sinni að virða og því verði forseti alltaf að hlusta á það sem þjóðin hefur að segja um málin. sérstaklega þeim málum sem skipta þjóðina máli til framtíðar eins og hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Þetta kom fram í síðdegisútvarpinu í dag en Guðmundur var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segist sjálfur á móti aðild og að hans mati væri betra að semja við einstakar þjóðir með fríverslunarsamningum, það myndi þjóna hagsmunum Íslands mun betur, spyrja verði þó þjóðina hvert hugur hennar stefnir áður en tekin sé ákvörðun Þá vill Guðmundur efla matvælaöryggi með því meðal annars að koma því til leiðar að raorkuverð verði lækkað svo framleiða megi mun meira grænmeti hér á landi en gert sé nú:

ég sé fyrir mér að hér væri hægt að reisa risavaxin gróðurhús þar sem framleitt væri gríðarlegt magn grænmetis, en til þess þyrfti að byrja á að lækka raforkuverð, þá myndi þessi grein blómstra„,segir Guðmundur.


Varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð sitjandi forseta varðandi orkupakkann


Guðmundur segir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með sitjandi forseta í orkupakkanmálinu, því þurfi að breyta og það muni Guðmundur gera

Það voru alveg hreinar línu með það að þjóðin var í miklum meirihluti  á móti þriðja orkupakkanum og ef þessi staða kæmi upp væri ég forseti myndi ég fara að vilja þjóðarinnar fyrst og fremst, ég vil líka ESB málið í þjóðaratkvæði, ég vil líka ganga lengra í þeim efnum því ég vil að þjóðin fái að ráða hvort við förum yfir höfuð í ESB viðræður á ný„,segir Guðmundur.

En hvernig ætlar Guðmundur að koma þessu í kring

þetta hefst með samtali við þjóðina, ég er ekki að bjóða mig fram til forseta til þess að skipa einhverjum fyrir, heldur fyrst og fremst eiga samtal við þjóðina og .þannig koma málum áfram“ segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila