Kristrún Frosta: Ekki rétt hjá Katrínu Jakobsdóttur að kjarapakkanum fylgi engar fórnir

Þeir áttatíu milljarðar sem stjórnvöld ætla sér að setja í kjarapakka stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana er ekki eini kostnaðurinn þegar allt kemur til alls. Það er ekki rétt hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að kjarapakkanum fylgi engar fórnir. Engin lausn er að selja ríkiseignir til að standa undir kostnaði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Kristrún segir rekstrarkostnaðinn felast meðal annars í barnabótunum, húsnæðisbótum og fleiru slíku. Samfylkingin styður auðvitað hugmyndir um hækkun slíkra bóta segir Kristrún en segir að þá þurfi að vera hægt að fjármagna þennan árlega rekstur. Hættan sé sú að sé slíkt ekki fjármagnað þá valdi það þennslu. Hins vegar er hin hættan sú að það verði minna eftir til þess að sinna öðrum verkefnum. Hún segir það ekki rétt af Katrínu Jakobsdóttur að segja að kjarapakkanum fylgi engar fórnir því ljóst sé að einhvers staðar verði fjármunirnir að koma á móti. Hún bendir á að fjármálráðherra hafi sagt að til þess að ná þessu saman sé hægt að sameina stofananir en slíkt dugi skammt að mati Kristrúnar.

Á að selja Íslandsbanka að fullu og svo fleiri banka á eftir?

Aðspurð um hvort hægt sé að selja þá stofanir í eigu ríkisins segir Kristrún að nefnt hafi einmitt verið í því sambandi að selja restina af Íslandsbanka. Hún segir það ekki vera neina lausn því þarna sé um að ræða fjögurra ára plan og veltir fyrir sér hvort menn ætli þá að selja þá annan banka eftir þann tíma, það sé ekki hægt að selja sömu eignina tvisvar. Það sé líka svo að það skapist engin sérstök verðmæti við það að selja eign. Það sé eingöngu verið að umbreyta eigninni í lausafé og ríkissjóði skorti ekkert lausafé. Ríkissjóður gæti þannig vel skuldsett sig eða sótt tekjur annars staðar. Hættan sé hins vegar sú að ef á að taka svona fjármagn og fjármagna rekstur út í hið óendanlega þá þarf alltaf að vera að leita af leiðum til þess að fjármagna.

Hækka frekar fjármagnstekjuskatt um 2%

Hún segir betri leið að loka hinu svokallaða ehf gati og þá sé hægt að hækka fjármagnstekjuskatt um 2%. Þar með væri hægt að ná inn dágóðum fjárhæðum inn í ríkiskassann sem myndu geta dekkað stóran hluta kjarapakkans. Það væri góð leið en ekki að fara í almennar skattahækkanir.

Verður að lækka leiguverð húsnæðis

Hvað húsnæðismálin varðar segir Kristrún að það að vera með ívilnanir eins og vaxtabætur og hækka húsaleigubætur geti aldrei verið gott langtímaplan. Betra væri að ná niður húsnæðisverði þannig að ekki sé eins dýrt að leigja. Stærsta einstaka aðgerðin sem hægt væri að fara í til þess að lagfæra þetta væri að styðja við að óhagnaðardrifin félög geta byggt upp húsnæði.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um kjarapakkann í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila