Kristrún Frosta: Hægt að létta á kerfinu og afgreiða hælisumsóknir hraðar

Það væri hægt að létta verulega því álagi sem er á hælisleitendakerfinu með því að forgangsraða og taka þær hælisumsóknir sem augljóslega uppfylla ekki skilyrði til flýtimeðferðar og taka upp 48 stunda regluna. Þeir sem hafa fengið hæli í öðrum ríkjum eiga ekki að geta sótt um vernd hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur þegar þær ræddu um stöðu hælisleitenda.

Hún segir að ef þessi aðferð yrði tekin upp þá myndi málsmeðferðartími annara umsókna styttast. Hún segir að þessi langi málsmeðferðartími sem nú sé komi til fyrst og fremst af hringlandahætti ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Ekki síst vegna þess að á sínum tíma hafi fólki frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd sem önnur lönd hafi ekki veitt. Þetta gerði það að verkum að hingað kom fjöldi fólks af þeim ástæðum.

Eiga ekki að geta sótt um hæli hér ef annað ríki hefur veitt vernd

Þegar ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að stoppa þetta fyrirkomulag eru hér fjöldi hælisleitenda frá Venesúela á framfæri ríkisins vegna þess að ríkisstjórnin þorir ekki að afgreiða þær umsóknir heldur sé einfaldlega með þær á bið. Þá væri hægt að gera fleira eins og að breyta lögum á þann hátt að þeir sem hafa fengið hæli í öðru ríki geti þá ekki sótt um vernd hér á landi.

Ísland sem fullvalda ríki stjórnar landamærum sínum

Hún segir mikilvægt að hafa í huga að Ísland sé fullvalda ríki og geti vel stjórnað landamærum sínum og það séu fyrst og fremst þær reglu sem hér séu settar sem hafi áhrif á hversu margir komi hingað. Hvort sem það er á efnahagslegum forsendum, í gegnum EES eða til þess að sækja um alþjóðlega vernd. Hún bendir á að þeir sem sækja um alþjóðlega vernd eru í 90% tilvika að fá neitun. Þetta taki því mikla orku og mikinn tíma og á meðan eru hinir sem eigi rétt á að fá alþjóðlega vernd að bíða á milli vonar og ótta. Aðspurð hvort hún sé fylgjandi opnum landamærum segir Kristín að því hafni hún alfarið. Ísland sé fullvalda ríki og stjórni landamælum sínum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila