Kvenprestur sagði ósatt í Fréttablaðinu – Mál séra Gunnars er ekki kynferðisbrot

Deilunum innan Digraneskirkju virðist hvergi nærri lokið en þær komu upp eftir að ásakanir voru bornar á sóknarprest kirkjunnar séra Gunnar Sigurjónsson sem var settur í leyfi í kjölfarið og hefur ekki fengið að snúa aftur. Mál hans hefur verið til umfjöllunar hjá Teymi Þjóðkirkjunnar sem skilaði af sér skýrslu um málið fyrir um mánuði síðan og er málið á borði Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en engin viðbrögð hafa enn komið frá biskupi varðandi málið önnur en þau að Gunnar fái ekki að snúa aftur til sinna starfa, en ákvörðunin hefur ekki verið úskýrð nánar.

Sóknarnefnd Digraneskirkju vill Gunnar aftur til starfa enda hafi störf Gunnars við kirkjuna síðastliðin 30 ár verið afar farsæl og hann verið vinsæll meðal sóknarbarna. Eftir að núverandi formaður sóknarnefndar, Valgerður Jónsdóttir tók við formennsku í september komu fram ásakanir á hendur henni sem nú eru einnig til umfjöllunar hjá Teymi Þjóðkirkjunnar. Ásökununum hefur Valgerður alfarið vísað á bug og segir málið sviðsett til þess að koma henni frá vegna stuðnings við séra Gunnar.

Ein þeirra kvenpresta sem kærðu séra Gunnar  og starfaði við Digraneskirkju, eftir að séra Gunnar Sigurjónsson var settur í leyfi, sagði Valgerði Jónsdóttur formanni sóknarnefndar ósatt um hvers eðlis ásaknir á hendur séra Gunnari Sigurjónssyni væru. Er um að ræða Sunnu Dóru Möller prest. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Valgerðar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Valgerður sem nýlega tók við sem formaður sóknarnefndar Digraneskirkju segir að það hafi því komið á óvart þegar Fréttablaðið greindi frá því þann 9.febrúar síðastliðinn, að um væri að ræða, ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.  Áður hafði Valgerður leitað upplýsingar hjá kvenpresti sem kærði séra Gunnar og fengið þau svör að þetta væri ekki kæra um kynferðisbrot en síðan segi sá sami prestur allt annað í Fréttablaðinu.  Því er ljóst að kvenprestur sem Valgerður hafði spurt um hvers eðlis málið væri hefði sagt henni ósatt.

Valgerður segir að eðlilega hefði hún gengið á eftir þeim upplýsingum um hvers eðlis málið væri því það væri hlutverk sóknarnefndar að skipuleggja starfið í kirkjunni og þar sem sóknarnefndin hefði lítið sem ekkert vitað um hvers eðlis ásakanirnar væri hefði verið eðlilegt að fá það á hreint.

„þann 18 janúar 2021 fullyrðir settur sóknarprestur í samtali við mig að þetta snerist ekki um neitt kynferðislegt en svo nokkrum vikum síðar kemur fram svo allt önnur saga fram í Fréttablaðinu“

Margar spurningar sem vakna

Þegar Valgerður tók við embætti formanns sóknarnefndar hófust sem fyrr segir þegar árásir á hana með ásökunum, meðal annars á hún að hafa lagt kirkjuvörð í einelti. Þessu hafnar Valgerður og segir málið augljóslega vera beint framhald af máli séra Gunnars enda sé atburðarásin keimlík þeirri sem fór af stað áður en Gunnar var settur í leyfi.
Valgerður var kölluð til fundar við teymi þjóðkirkjunnar í fyrradag og segir hún að ásakanir á hendur henni séu úr lausu lofti gripnar og fyrst og fremst settar fram í framhaldi af máli séra Gunnars en Valgerður sagðist hafa neitað að taka þátt í að safna sögum um prestinn sem hafi átt að nota gegn honum fyrr á árinu.  Hún sé stuðningsmaður séra Gunnars, eins og sóknarnefndin í Digraneskirkju og vilji hafa hann áfram sem sóknarprest. Fyrir það sé verið að refsa henni núna eftir því sem hún segist upplifa málsatvik. 

„það vakna upp margar spurningar, á fundinum í gær kom það fólki á óvart að ég hafi fyrst frétt um málið sé þessi frásögn í Fréttablaðinu um miðjan september. Sóknarnefndin öll frétti þetta þegar þetta birtist í blaðinu, við vorum svona aðeins búin að heyra ávæning af því fyrrverandi formaður sóknarnefndar nefndi þetta við núverandi gjaldkera sóknarnefndar og sagði við hann að það væri nú ekki gott að vera með formann sem hefði sýnt svona eineltistilburði gagnvart kirkjuverði, þannig það er það fyrsta sem við heyrum en svo sjáum við þetta allt þegar þetta birtist í Fréttablaðinu 30. september s.l.  þar sem því er haldið fram að ég hafi beitt kirkjuvörðinn þessu ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu í mars síðastliðnum þegar ég var ekki orðin formaður“ segir Valgerður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila