Kvikuhlaup staðfest – Grindavík rýmd og íbúar beðnir um að láta vita af sér

Grindavík

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að kvikuhlaup sé hafið á Sundhnjúksgígaröðinni og geti endað í eldgosi á næstu klukkutímunum.

Rýming stendur yfir í Grindavík og eru íbúar þar beðnir um að láta vita af sér og hafa samband í síma 1717 til þess að hægt sé að skrásetja þá. Einnig er hægt að koma á aðalskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9 og skrá sig í móttökunni ef fólk kýs það frekar. Fólk sem er ekki búsett í Grindavík þarf ekki að hafa samband.

Hægt er að fylgjast með beinu myndstreymi frá svæðinu með því að smella hér.

Smelltu hér til þess að skoða skjálftavakt Veðurstofunnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila