Kynfræðsla sem gengur of langt – Fjögurra ára börnum kennd sjálfsfróun

Efni sem notað er við kynfræðslu af hálfu Samtakanna 78 í grunnskólum gengur of langt og er komið í raun langt frá því sem getur talist vera fræðsla.Plakat sem hengt hefur verið upp í skólum sem snýr að þessari fræðslu hefur meðal annars valdið nokkrum óhug hjá foreldrum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arndísar Óskar Hauksdóttur prests í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Arndís segir að henni hafi verið brugðið þegar hún sá umrætt plakat. Hún tekur sérstaklega fram að hún vilji að börn séu rædd um samkynhneigð og transfólk en þetta sé eitthvað allt annað. og ákvað að senda samkynhneigðum vini sínum og vinkonu sinni sem sé transkona mynd af umræddu plakati og fá þeirra álit. Skemmst er frá því að segja að þeim fannst allt of langt gengið

Leituðu skýringa á efninu

Arndís sem ásamt fjórum konum ákvað að ræða við skólayfirvöld í Smáraskóla, eins þeirra skóla þar sem plakatið hékk uppi til þess að kanna málið nánar og leita skýringa. þar hafi þær hitt meðal annars skólastjóra skólans auk starfsmanns af skrifstofu Kópavogsbæjar sem sér um skólamálin.

Námsefnið fannst ekki

Á fundinum fengu konurnar að vita að Samtökin 78 hefðu umsjón með umræddri fræðslu og plakatið umdeilda sem hékk í matsal skólans fyrir augum allra nemenda á aldrinum 7-15 ára kæmi frá samtökunum. Arndís bað skólastjórann um námsefnið sem reyndist þegar á reyndi ekki vera til og því ákvað Arndís að afla sér upplýsinga um námsefnið. Hún segir þá hafi komið í ljós að að námsefnið virðist koma upprunalega frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO en þar megi sjá efni í kynfræðslu sem skilgreint sé að eigi að vera frá 0-15 ára.

Hún segir að margt í efninu sé mjög fínt en annað afar sérkennilegt og í raun alveg óásættanlegt. En hér á eftir koma dæmi úr námsefninu samkvæmt kennskuáætlun.

0-4 ára börn: Kenna þeim að kanna og skoða eigin kynfæri segja þeim frá eigin ánægju og óskum þess sem fræðir. Þá er tekið fram í efninu að á þessum aldri eigi að kenna börnum sjálfsfróun.

4-6 ára börn: Kenna þeim að njóta þess að snerta eigin líkama og snemm sjálfsfróun. Ræða við börnin um kynlíf

6-9 ára börn: Skoða kynlíf á netinu og kenna þeim að finna ánægju við að fróa sér. Mennta börn í kynlífi

9-12 ára börn: Er sagður samkvæmt efninu æskilegur aldur fyrir fyrstu kynlífsreynslu og það sé frjálst val um félaga í þeim efnum. þá sé börnum sagt að horfa á klám.

12-15 ára börn: Kenna börnum að þau hafi rétt til kynlífs. Kenna eigi jafnframt 15 ára börnum um mismunandi langanir til kynlífs og að kynlíf sé sjálfsagt.

Börn fái að vera börn

Arndís bendir á að flestir einstaklingar byrji ekki kynþroskaskeiðið fyrr en eftir níu ára aldurinn og spyr hvers vegna börnin megi ekki bara vera börn þangað til.

Hún bendir fólki á að kynna sér málið með því að skoða efnið sjálft en efnið má finna með því að smella hér en kaflarnir sem Arndís vísar í byrja á blaðsíðu 25.

Þá hefur Útvarp Saga undir höndum afrit af umræddu plakati og öðrum plakötum sem dreift var í grunn og leikskóla borgarinnar fyrir skömmu og sjá má þau hér að neðan og fletta niður til að sjá fleiri. Þá má heyra nánar um efnið í þættinum hér að neðan.

Athugasemd frá Samtökunum 78

Samtökin 78 höfðu samband við Útvarp Sögu og vilja koma því á framfæri að Samtökin 78 sjá ekki um almenna kynfræðslu í skólum, heldur komi samtökin aðeins að hinseginfræðslu. Þá eru plakötin umdeildu sem rætt er um í fréttinni ekki á vegum samtakanna og tengjast heldur ekki kennsluefni þeirra. Í þættinum kom fram að Arndísi hefði verið tjáð af skólastjórnendum að Samtökin 78 sinntu kynfræðslunni sem og plakötin væru á vegum þeirra. Það er því ekki ekki rétt að samtökin komi að þessari kennslu né plakötunum og leiðréttist það því hér með.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila