Lækkun hámarkshraða, enn einn liðurinn í að neyða borgarlínuna upp á borgarbúa

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins

Ákvörðun meirihlutans í borginni um að lækka umferðarhraða niður í 30-40 km klst á þeim götum sem tilheyra Reykjavíkurborg er ekkert annað en enn einn liðurinn í því að neyða borgarlínunni upp á borgarbúa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Vigdís bendir á að kostnaður vegna tafa í umferðinni vegna þessarar ákvörðunar muni aukast gríðarlega og var hann þó mikil fyrir vegna þeirra umferðartafa sem Reykvíkingar kannast vel við á virkum dögum á vissum tímum dags.

Í síðdegisútvarpinu í gær var einig fjallað um borgarlínuna en þar ræddi Pétur Gunnlaugsson við Ragnar Árnason hagfræðing og prófessor emeritus sem sagði borgarlínuna verða vitlausustu fjárfestingu sem sést hafi lengi hérlendis um langa hríð.

Í þættinum rifjaði Vigdís einnig fleiri umdeildar ákvarðanir borgaryfirvalda og má þar meðal annars nefna Braggamálið fræga, pálmatrén sem gert sé ráð fyrir að verði í einhvers konar glerhjúp í Vogahverfi, framkvæmdir í Elliðaársdal, að ógleymdri lokun Laugavegar sem valdið hefur umtalsverðum deilum undanfarin ár.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila